Herra Hnetusmjör um dóp í rappi: Maður fegrar þetta svo mikið undir áhrifum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 15:00 Árni Már, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var einn af viðmælendum í þættinum Óminni á Stöð 2 í gær. Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fíkn Óminni Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum.
Fíkn Óminni Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira