Ólöf og Heiða komnar í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 11:31 Ólöf hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði en Heiða Björk sakar hana um þekkingarleysi á vandamálinu. Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi.
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00
Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36