Engin búin að æla enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2019 13:10 Marglyttur á sundi nú skömmu fyrir hádegi. Mynd/Aðsend Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma. Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.
Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent