Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 20:00 Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir slík brot skulu að jafnaði ekki vistast í opnu fangelsi nema að uppfylltum skilyrðum, segir fangelsismálastjóri. Þorsteinn Halldórsson hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni á árunum 2015 til 2017 þegar barnið var á aldrinum 14 til 17 ára. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti. Landsréttur mildaði þann dóm í fimm og hálft ár í maí. Þorsteinn sat í gæsluvarðhaldi í eitt og hálft ár, eða þar til dómur var kveðinn upp í Landsrétti í maí. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á Sogni sem er opið fangelsi. Þar þurfa fangar að fylgja skýrum reglum. Hefur þessi ráðstöfun verið gagnrýnd í umræðu á samfélagsmiðlum. Reglur Fangelsismálastofnunar segja að fangar sem afplána refsingu fyrir kynferðisbrot gegn barni skuli að jafnaði ekki vistast í opnum fangelsum. Undantekning er gerð ef þeir hafa staðist áhættumat og að uppfylltri meðferðaráætlun. Fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Almennt séu reglurnar þannig að allir fangar geti afplánað í opnum fangelsi óháð brotaflokkum standist þeir kröfur.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Viðmiðunarreglan er að menn afpláni ekki að jafnaði lengur en þrjú ár í opnu fangelsi,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Gæsluvarðhald kemur því til frádráttar refsingarinnar, sem þýðir að Þorsteinn hafði setið af sér eitt og hálft ár í gæsluvarðhaldi sem dregst frá fimm og hálfs árs dómi. Eftir stendur fjögurra ára fangelsisvist. Alla jafna sitja fangar af sér tvo þriðju dóms. Því fellur tilfelli Þorsteins undir viðmiðunarreglur stofnunarinnar. „Svona eru reglurnar og við auðvitað förum auðvitað yfir þetta. Sálfræðingar meta einstaklinga en svona gengur þetta fyrir sig.“ Stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að málum þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Það geta allir fangar vistast í opnum fangelsum að því gefnu að þeir hafi hagað sér vel í afplánun, séu agabrotalausir og samsetning fangahópsins er mjög svipuð í öllum fangelsum landsins, opnum sem lokuðum.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira