Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:34 Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Getty/Kena Betancur Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira