„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu snúa að þúsundum vegfarenda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - ekki sig eða Dag B. Eggertsson. Vísir/Vilhem Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“ Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00