Köngulóarmaðurinn verður áfram í Marvel-heiminum og snýr aftur í þriðju kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 22:11 Tom Holland sést hér í hlutverki Köngulóarmannsins Peter Parker ásamt Jake Gyllenhaal í hlutverki Mysterio. Mynd/Disney Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Aðdáendur Köngulóarmannsins, eða í það minnsta Köngulóarmannsins í núverandi mynd breska leikarans Toms Hollands, geta nú tekið gleði sína á ný eftir að kvikmyndaframleiðendurnir Sony og Marvel komust að samkomulagi um áframhaldandi veru hans í Marvel-heiminum. Áður hafði verið greint frá því að Marvel myndi ekki framleiða fleiri kvikmyndir um Köngulóarmanninn sökum ágreinings fyrirtækisins við kvikmyndaver Sony, sem á réttinn að Köngulóarmanninum. Disney, móðurfyrirtæki Marvel, hafði lagt til að kvikmyndaverin skiptu kostnaði og ágóða jafnt á milli sín í öllum verkefnum tengdum ofurhetjunni. Á það féllst Sony ekki. Í kjölfarið lýstu aðdáendur margir yfir áhyggjum af framtíð Köngulóarmannsins, sem var sannarlega í lausu lofti á tímabili. Í gær var hins vegar tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um þriðju myndina í geisivinsælli kvikmyndaröð Marvel um Köngulóarmanninn. „Það gleður mig að tilkynna að ævintýri Köngulóarmannsins í söguheimi Marvel heldur áfram og ég, og við öll hjá Marvel-kvikmyndaverinu, erum afar spennt yfir því að fá að halda áfram að vinna við þau,“ sagði Kevin Feige, forstjóri kvikmyndaversins og einn aðalframleiðandi kvikmyndanna um Köngulóarmanninn. Samningur milli Marvel og Sony um Köngulóarmanninn var undirritaður árið 2015. Hann kvað á um að ofurhetjan góðkunna myndi birtast í söguheimi Marvel, sem myndi jafnframt framleiða myndirnar. Köngulóarmaðurinn, túlkaður af áðurnefndum Tom Holland, hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; auk tveggja kvikmynda sem hverfast um hans eigin ævintýri, Spiderman: Homecoming og Spiderman: Far From Home.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið