Skipulagðar upplýsingafalsanir stundaðar í 70 ríkjum heims Davíð Stefánsson skrifar 27. september 2019 08:45 ísindamenn Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla skoða fjölþátta ógnir á borð við upplýsingafalsanir samfélagsmiðla. vísir/getty Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira