Skipaður héraðsdómari eftir að hafa verið sniðgenginn ítrekað Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:14 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Jóhannsson í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember næstkomandi. Dómnefnd um hæfni dómaraefna mat Jónas hæfastan til að hljóta embættið. Jónas mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna verkefnum fyrir alla dómstóla, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Jónas sótti um stöðu héraðsdómara árið 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði þá átta héraðsdómara í samræmi við tillögur dómnefndar sem lagði mat á hæfi umsækjenda. Guðlaugur Þór taldi vankanta á mati nefndarinnar en taldi sökum tímaskorts ekki annað í stöðunni en að fara að tillögum hennar. Fyrrnefndur Jónas sótti um og hafði á ferilskránni tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari. Hann rataði hins vegar ekki á lista efstu átta af þeim 41 sem sóttu um. Á sínum tíma sagði Jónas að hann íhugaði málshöfðun vegna mats nefndarinnar. Þá var það ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gekk fram hjá Jónasi en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur ári fyrr var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins. Alls sóttu fjórtán um embætti héraðsdómara nú. Hæfnisnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Dómstólar Tengdar fréttir Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58 Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50 Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Jóhannsson í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember næstkomandi. Dómnefnd um hæfni dómaraefna mat Jónas hæfastan til að hljóta embættið. Jónas mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna verkefnum fyrir alla dómstóla, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Jónas sótti um stöðu héraðsdómara árið 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði þá átta héraðsdómara í samræmi við tillögur dómnefndar sem lagði mat á hæfi umsækjenda. Guðlaugur Þór taldi vankanta á mati nefndarinnar en taldi sökum tímaskorts ekki annað í stöðunni en að fara að tillögum hennar. Fyrrnefndur Jónas sótti um og hafði á ferilskránni tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari. Hann rataði hins vegar ekki á lista efstu átta af þeim 41 sem sóttu um. Á sínum tíma sagði Jónas að hann íhugaði málshöfðun vegna mats nefndarinnar. Þá var það ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gekk fram hjá Jónasi en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur ári fyrr var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins. Alls sóttu fjórtán um embætti héraðsdómara nú. Hæfnisnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Dómstólar Tengdar fréttir Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58 Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50 Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58
Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50
Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18