„Fyrirgefið, það er bannað að vera með bíl í lausagangi“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. september 2019 09:00 Eins og ég hef stundum nefnt, flutti ég með fjölskyldunni – eiginkonu og fjórum fjórfættum sonum, þeir tvífættu voru allir flognir úr hreiðrinu - til Þýzkalands 1989. Stuttu eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir, keyrði ég frúna í búð, þar sem okkur vantaði eitthvað smáræði. Ég er enginn sérstakur búðarmaður, og beið því bara út í bíl. Með bílinn í gangi, eins og ég gerði á á Fróni. Svona gamall vani. Engin ástæða til að drepa á honum fyrir nokkrar mínútur. Eldri maður, vingjarnlegur og kurteis, bankaði þá lauslega í bílrúðuna hjá mér, sem ég opnaði með bros á vör. Ávarpaði hann mig með „Guten Tag“ og sagði svo þessi orð, sem eru í fyrirsögninni, auðvitað á Þýzku. Þjóðverjar þéra. „Nú er það“, svaraði ég undrandi - líka á Þýzku. Hvað var maðurinn eiginlega að fara, og, hvers konar afskiptasemi var þetta eiginlega? Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og menn og málleysingjar hafa lært ýmislegt, sem þeir kunnu ekki fyrir. Þegar við hleyptum hundunum fjórum fyrst út í garðinn í kringum húsið, urðu þeir nær óðir af æsingi; það var ný og áður óþekkt lykt í grasi, gróðri og runnum. Einhver óþekkt og furðuleg dýr á stjái. Hvað var eiginlega að ske? Fyrir mönnum, var loftmengun auðvitað málið, líka fyrir 30 árum. Þegar maður varð að bíða við járnbrautarteina, meðan lest fór hjá, varð skilyrðislaust að drepa á bílnum. Svona var þetta í Þýzkalandi. 1989. Á dögunum var ég í mínum morgunæfingum. Bý hér við nokkra umferðargötu, þó að hún sé hvorki löng né breið. Það er mikið um ferðamenn í hverfinu. Ekkert að þeim. Gott mál. Ég var með bæði svalahurð og glugga opna. Út að götu. Vildi njóta ferska loftsins við andlegt og líkamlegt puðið. Þá kom þar að stór rúta, „Skybus“, og lagði beint fyrir fram hjá okkur. Eitt var hávaðinn í bílnum, sem truflaði mig nokkuð í hugleiðslunni, en annað og verra var díeselstækjan, sem smám saman flæddi inn í íbúðina, eins og þokulæða inn eftir dalsbotni. Bílstjórinn hafði sem sagt ekki fyrir því, að drepa á bílnum. Eftir nokkrar mínútur var stofan orðin full af dieselfílunni og óþefnum, ég kominn úr stuði í mikilvægum æfingunum, auðvitað búinn að loka hurð og gluggum, en of seint. Alls stóð rútan þarna í um 15 mínútur, í blíðskapar veðri, alltaf í gangi. Eftir þetta hef ég verið að fylgjast með bílum og bílstjórum, sem leggja í götunni hjá mér og líka annars staðar. Fyrir utan verzlanir og aðra umferðarstaði. Ef menn sitja í bílnum, og eru að bíða eftir einhverju eða einhverjum - tíma hjá lækni eða sjúkraþjálfa, viðtali við lögfræðing, tannfyllingu eða tanndrátt hjá tannlækni eða bara eftir því, að einhver komi inn í bílinn til þeirra, kannske eiginkonan úr búð, eins og hjá mér, eða tengdó til að passa krakkana - þá bíða menn bara rólegir, með bílinn í gangi. Safnast, þegar saman kemur, gleymist hér alveg, en auðvitað er þetta mest hugsunarleysi. Ekki er það ásetningur góðra manna að eitra blessað loftið að óþörfu. Nú er undirritaður ekki mikið fyrir boð og bönn, en, akkúrat hér sannar það sig, að á þeim er oft þörf. Eins og með hámarkshraða, akstur eftir áfengisdrykkju, lagningu bíla á gangbrautum, notkun farsíma við akstur og fleira. Hér þarf að draga skýran ramma og beita bönnum og sektum, til að menn læri og fylgi reglum og góðum siðum. Í þágu okkar allra. Talandi um símanotkun við akstur, þá mætti ég þremur bílum á Egilsgötunni á dögunum, bara á kaflanum milli Snorrabrautar og Barónsstígs, þar sem ökumenn voru allir galvaskir og hressir að tala í símann. Við þessu eiga víst að vera - og það með réttu - háar sektir, því svona aksturslag skapar stórfellda slysahættu, ekki bara fyrir málglaðan símanotanda, heldur líka og ekki síður fyrir aðra, sem álpast út í umferðina, með öllu þessu síma glaða fólki. Hvernig gat það eiginlega lifað og dafnað, áður en farsímar komu til sögunnar? Og, hvernig má það vera, að allt þetta símakjaftæði í bílum viðgangist, þrátt fyrir gildandi boð og bönn? Skýringin virðist einföld: Hér sést nánast aldrei nokkur lögreglumaður í eftirliti í umferðinni, það væri eins og að rekast á útilegumann í Esjunni. Það vita þetta allir, og menn fara bara sínu fram; í símtölum, hraða, bjórdrykkju og öðru atferli. Áhættan við núllið. Það er ágizkun undirritaðs, að, ef 10 lögreglumenn væru settir í að fylgjast með og sekta fyrir margvísleg umferðalagabrot, t.a.m. hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, gætu sektir greitt laun þeirra og 20 lögreglumanna til viðbótar. Það, sem meira væri þó, væri stóraukið öryggi og velferð í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eins og ég hef stundum nefnt, flutti ég með fjölskyldunni – eiginkonu og fjórum fjórfættum sonum, þeir tvífættu voru allir flognir úr hreiðrinu - til Þýzkalands 1989. Stuttu eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir, keyrði ég frúna í búð, þar sem okkur vantaði eitthvað smáræði. Ég er enginn sérstakur búðarmaður, og beið því bara út í bíl. Með bílinn í gangi, eins og ég gerði á á Fróni. Svona gamall vani. Engin ástæða til að drepa á honum fyrir nokkrar mínútur. Eldri maður, vingjarnlegur og kurteis, bankaði þá lauslega í bílrúðuna hjá mér, sem ég opnaði með bros á vör. Ávarpaði hann mig með „Guten Tag“ og sagði svo þessi orð, sem eru í fyrirsögninni, auðvitað á Þýzku. Þjóðverjar þéra. „Nú er það“, svaraði ég undrandi - líka á Þýzku. Hvað var maðurinn eiginlega að fara, og, hvers konar afskiptasemi var þetta eiginlega? Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og menn og málleysingjar hafa lært ýmislegt, sem þeir kunnu ekki fyrir. Þegar við hleyptum hundunum fjórum fyrst út í garðinn í kringum húsið, urðu þeir nær óðir af æsingi; það var ný og áður óþekkt lykt í grasi, gróðri og runnum. Einhver óþekkt og furðuleg dýr á stjái. Hvað var eiginlega að ske? Fyrir mönnum, var loftmengun auðvitað málið, líka fyrir 30 árum. Þegar maður varð að bíða við járnbrautarteina, meðan lest fór hjá, varð skilyrðislaust að drepa á bílnum. Svona var þetta í Þýzkalandi. 1989. Á dögunum var ég í mínum morgunæfingum. Bý hér við nokkra umferðargötu, þó að hún sé hvorki löng né breið. Það er mikið um ferðamenn í hverfinu. Ekkert að þeim. Gott mál. Ég var með bæði svalahurð og glugga opna. Út að götu. Vildi njóta ferska loftsins við andlegt og líkamlegt puðið. Þá kom þar að stór rúta, „Skybus“, og lagði beint fyrir fram hjá okkur. Eitt var hávaðinn í bílnum, sem truflaði mig nokkuð í hugleiðslunni, en annað og verra var díeselstækjan, sem smám saman flæddi inn í íbúðina, eins og þokulæða inn eftir dalsbotni. Bílstjórinn hafði sem sagt ekki fyrir því, að drepa á bílnum. Eftir nokkrar mínútur var stofan orðin full af dieselfílunni og óþefnum, ég kominn úr stuði í mikilvægum æfingunum, auðvitað búinn að loka hurð og gluggum, en of seint. Alls stóð rútan þarna í um 15 mínútur, í blíðskapar veðri, alltaf í gangi. Eftir þetta hef ég verið að fylgjast með bílum og bílstjórum, sem leggja í götunni hjá mér og líka annars staðar. Fyrir utan verzlanir og aðra umferðarstaði. Ef menn sitja í bílnum, og eru að bíða eftir einhverju eða einhverjum - tíma hjá lækni eða sjúkraþjálfa, viðtali við lögfræðing, tannfyllingu eða tanndrátt hjá tannlækni eða bara eftir því, að einhver komi inn í bílinn til þeirra, kannske eiginkonan úr búð, eins og hjá mér, eða tengdó til að passa krakkana - þá bíða menn bara rólegir, með bílinn í gangi. Safnast, þegar saman kemur, gleymist hér alveg, en auðvitað er þetta mest hugsunarleysi. Ekki er það ásetningur góðra manna að eitra blessað loftið að óþörfu. Nú er undirritaður ekki mikið fyrir boð og bönn, en, akkúrat hér sannar það sig, að á þeim er oft þörf. Eins og með hámarkshraða, akstur eftir áfengisdrykkju, lagningu bíla á gangbrautum, notkun farsíma við akstur og fleira. Hér þarf að draga skýran ramma og beita bönnum og sektum, til að menn læri og fylgi reglum og góðum siðum. Í þágu okkar allra. Talandi um símanotkun við akstur, þá mætti ég þremur bílum á Egilsgötunni á dögunum, bara á kaflanum milli Snorrabrautar og Barónsstígs, þar sem ökumenn voru allir galvaskir og hressir að tala í símann. Við þessu eiga víst að vera - og það með réttu - háar sektir, því svona aksturslag skapar stórfellda slysahættu, ekki bara fyrir málglaðan símanotanda, heldur líka og ekki síður fyrir aðra, sem álpast út í umferðina, með öllu þessu síma glaða fólki. Hvernig gat það eiginlega lifað og dafnað, áður en farsímar komu til sögunnar? Og, hvernig má það vera, að allt þetta símakjaftæði í bílum viðgangist, þrátt fyrir gildandi boð og bönn? Skýringin virðist einföld: Hér sést nánast aldrei nokkur lögreglumaður í eftirliti í umferðinni, það væri eins og að rekast á útilegumann í Esjunni. Það vita þetta allir, og menn fara bara sínu fram; í símtölum, hraða, bjórdrykkju og öðru atferli. Áhættan við núllið. Það er ágizkun undirritaðs, að, ef 10 lögreglumenn væru settir í að fylgjast með og sekta fyrir margvísleg umferðalagabrot, t.a.m. hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, gætu sektir greitt laun þeirra og 20 lögreglumanna til viðbótar. Það, sem meira væri þó, væri stóraukið öryggi og velferð í umferðinni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun