Nýr formaður Venstre dauðþreyttur á átökum innan flokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 10:43 Jacob Ellemann-Jensen er af mikilli stjórnmálaætt. Mynd/skjáskot Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum. Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Jacob Ellemann-Jensen hefur verið kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Venstre í Danmörku. Hinn nýi formaður segist vera dauðþreyttur á átökum sem geisað hafa á milli fylkinga innan flokksins. Boðað var til formannskjös eftir að Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í Venstre fyrir nokkrum vikum. Hann gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur 2015 til 2019. Miklar deilur innan flokksins urðu til þess að Løkke Rasmussen sagði af sér. Ellemann-Jensen var ráðherra umhverfis- og matvælamála í ríkisstjórn Løkke Rasmussen en hann er sonur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Í sigurræðu sagði hann að flokksmenn yrðu að láta af deilum sín á milli og sameinast yfir stefnumálum flokksins. „Ég skal vera hreinskilinn. Ég er dauðþreyttur á stríðinu á milli fylkinganna og því andrúmslofti sem þessu fylgir. Bæði innan þingflokksins sem og innan flokksins,“ sagði Ellemann-Jensen. Varaði hann við því að ef innanflokksátökum myndi ekki ljúka myndi flokkurinn liðast í sundur og eiga á hættu að missa stöðu sína sem helsti flokkurinn innan bláu blokkarinnar svokölluðu, óformlegu bandalagi hægri flokka í Danmörku. Elleman-Jensen var einn í framboði og var hann einróma kjörinn. Í frétt DR segir meðal annars að hlátur hafi heyrst í salnum þegar spurt var hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Elleman-Jensen. Inger Støjberg var einnig kjörinn varaformaður en hún bar sigurorð af Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. Støjberg var fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2001. Í ráðherratíð sinni þótti hún reka harða stefnu í innflytjendamálum.
Danmörk Tengdar fréttir Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Lars Løkke hættir sem formaður Venstre Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins í Danmörku, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta sem formaður flokksins 31. ágúst 2019 09:48