Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:30 Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik. Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik.
Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira