Telja að óvarlega hafi verið farið með eld í íbúð í Jórufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 14:44 Mynd úr safni Vísir/Vilhelm Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“ Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira