Skærustu stjörnur Filippseyja kyssast undir íslenskum norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2019 08:45 Kathryn Bernardo og Daniel Padilla hafa verið par um árabil. Þau eru dýrkuð og dáð í heimalandinu. Skjáskot/Instagram Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans. Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira
Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans.
Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira