Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2019 21:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að innrás Tyrkja væri "slæm hugmynd“ og sagðist hann ekki styðja hana. Þrátt fyrir það halda yfirvöld Tyrklands því fram að Trump hafi verið gert grein fyrir aðgerðum Tyrkja og þar að auki skipaði Trump fyrir að bandarískir hermenn myndu hörfa frá landamærunum til að greiða leið Tyrkja. AP/Evan Vucci Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin en Tyrkjar segja markmið þeirra vera að skapa öruggt svæði á landamærunum. Jafnvel stendur til að koma sýrlensku flóttafólki, sem heldur til í Tyrklandi, fyrir á svæðinu. Mannréttindasamtök vara við því að sókn Tyrkja muni þó skapa enn verra ástand í Sýrlandi og reka fleira fólk á flótta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að innrás Tyrkja væri „slæm hugmynd“ og sagðist hann ekki styðja hana. Þrátt fyrir það halda yfirvöld Tyrklands því fram að Trump hafi verið gert grein fyrir aðgerðum Tyrkja og þar að auki skipaði Trump fyrir að bandarískir hermenn myndu hörfa frá landamærunum til að greiða leið Tyrkja. Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Íslamska ríkisins er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa litlar áhyggjur af því að ISIS-liðar sleppi úr haldi sýrlenskra Kúrda. Því þeir muni flýja til Evrópu. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í kvöld og gaf hann í skyn að Evrópa ætti það skilið.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimTrump indicates he's not worried about ISIS fighters escaping northern Syria because if they do they'll just end up in Europe pic.twitter.com/cBsbXQxjsg — Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2019 Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Gagnrýnendur forsetans segja Kúrda hafa reynst Bandaríkjunum mjög vel og að mun erfiðara eigi eftir að vera fyrir Bandaríkin að mynda bandalög í framtíðinni. Á blaðamannafundinum í kvöld gaf Trump í skyn að Bandaríkin skulduðu Kúrdum ekki neitt. Þeir væru að berjast fyrir eigin land og þar að auki hefðu Kúrdar ekki hjálpað Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Auk þess hefðu Bandaríkin varið miklum peningum í SDF. Hann tók þó fram að „okkur líkar við Kúrda“. Forsetinn hefur einnig hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Svo virðist þó sem að þingmenn séu að grípa til eigin aðgerða gegn Tyrklandi. Lindsey Graham, einn af helstu bandamönnum Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur samið frumvarp með þingmanni Demókrataflokksins sem snýr að því að beita Tyrki umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Graham sagði frá frumvarpi sínu á Twitter í kvöld og sagði að þar sem ríkisstjórn Trump neiti að bregðast við gegn Tyrkjum, byggist hann við miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. Frumvarp Graham felur í sér viðskiptaþvinganir gegn mörgum meðlimum ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og bann við allri sölu vopna og varahluta til Tyrklands. Sömuleiðis felur frumvarpið í sér að öllum sem eigi í viðskiptum við orkugeira Tyrklands verði refsað.I am pleased to have reached a bipartisan agreement with Senator @ChrisVanHollen on severe sanctions against Turkey for their invasion of Syria. While the Administration refuses to act against Turkey, I expect strong bipartisan support. pic.twitter.com/Ph5fIVt7k3 — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Á blaðamannafundi sínum í kvöld varði Trump ákvörðun sína og sagði Erdogan hafa lofað því að vernda almenna borgara og minnihlutahópa. Trump sagðist ætla að ganga úr skugga um að Erdogan stæði við það. Annars myndi Trump rústa efnahagi Tyrklands. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), sem er að mestu skipaður af sýrlenskum Kúrdum (YPG), segir minnst fimm almenna borgara hafa fallið í árásum Tyrkja.Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja í Sýrland. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. 8. október 2019 18:45 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin en Tyrkjar segja markmið þeirra vera að skapa öruggt svæði á landamærunum. Jafnvel stendur til að koma sýrlensku flóttafólki, sem heldur til í Tyrklandi, fyrir á svæðinu. Mannréttindasamtök vara við því að sókn Tyrkja muni þó skapa enn verra ástand í Sýrlandi og reka fleira fólk á flótta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að innrás Tyrkja væri „slæm hugmynd“ og sagðist hann ekki styðja hana. Þrátt fyrir það halda yfirvöld Tyrklands því fram að Trump hafi verið gert grein fyrir aðgerðum Tyrkja og þar að auki skipaði Trump fyrir að bandarískir hermenn myndu hörfa frá landamærunum til að greiða leið Tyrkja. Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Íslamska ríkisins er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa litlar áhyggjur af því að ISIS-liðar sleppi úr haldi sýrlenskra Kúrda. Því þeir muni flýja til Evrópu. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í kvöld og gaf hann í skyn að Evrópa ætti það skilið.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimTrump indicates he's not worried about ISIS fighters escaping northern Syria because if they do they'll just end up in Europe pic.twitter.com/cBsbXQxjsg — Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2019 Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Gagnrýnendur forsetans segja Kúrda hafa reynst Bandaríkjunum mjög vel og að mun erfiðara eigi eftir að vera fyrir Bandaríkin að mynda bandalög í framtíðinni. Á blaðamannafundinum í kvöld gaf Trump í skyn að Bandaríkin skulduðu Kúrdum ekki neitt. Þeir væru að berjast fyrir eigin land og þar að auki hefðu Kúrdar ekki hjálpað Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Auk þess hefðu Bandaríkin varið miklum peningum í SDF. Hann tók þó fram að „okkur líkar við Kúrda“. Forsetinn hefur einnig hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Svo virðist þó sem að þingmenn séu að grípa til eigin aðgerða gegn Tyrklandi. Lindsey Graham, einn af helstu bandamönnum Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur samið frumvarp með þingmanni Demókrataflokksins sem snýr að því að beita Tyrki umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Graham sagði frá frumvarpi sínu á Twitter í kvöld og sagði að þar sem ríkisstjórn Trump neiti að bregðast við gegn Tyrkjum, byggist hann við miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. Frumvarp Graham felur í sér viðskiptaþvinganir gegn mörgum meðlimum ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og bann við allri sölu vopna og varahluta til Tyrklands. Sömuleiðis felur frumvarpið í sér að öllum sem eigi í viðskiptum við orkugeira Tyrklands verði refsað.I am pleased to have reached a bipartisan agreement with Senator @ChrisVanHollen on severe sanctions against Turkey for their invasion of Syria. While the Administration refuses to act against Turkey, I expect strong bipartisan support. pic.twitter.com/Ph5fIVt7k3 — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Á blaðamannafundi sínum í kvöld varði Trump ákvörðun sína og sagði Erdogan hafa lofað því að vernda almenna borgara og minnihlutahópa. Trump sagðist ætla að ganga úr skugga um að Erdogan stæði við það. Annars myndi Trump rústa efnahagi Tyrklands. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), sem er að mestu skipaður af sýrlenskum Kúrdum (YPG), segir minnst fimm almenna borgara hafa fallið í árásum Tyrkja.Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja í Sýrland. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. 8. október 2019 18:45 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25
Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. 8. október 2019 18:45
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53