Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2019 20:30 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Svartsengi í dag. Finnur Beck, starfandi forstjóri HS Orku, til vinstri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan. Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57