Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2019 20:30 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Svartsengi í dag. Finnur Beck, starfandi forstjóri HS Orku, til vinstri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan. Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57