Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:15 Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira