Saman til sjálfbærni Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 9. október 2019 07:00 Vart líður sá dagur að við fáum ekki nýjar fréttir af þeim miklu umhverfisbreytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum vegna hlýnandi loftslags. Ljóst er að þær munu hafa víðtæk áhrif á samfélög á svæðinu og á möguleika þeirra til að vaxa og dafna. Samstarf ríkja á norðurslóðum beinir sjónum að mikilvægi þess að auka þekkingu á umhverfi og samfélögum svæðisins til þess að að auðvelda okkur að bregðast við þessum yfirstandandi og yfirvofandi breytingum. Sjálfbærni er rauður þráður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Við leggjum ríka áherslu á samspil samfélags, efnahags og umhverfis. Þekkingaruppbygging síðustu ára í þágu sjálfbærra samfélaga á harðbýlum svæðum varpar ljósi á mikilvægi samvinnu milli stjórnvalda, vísindasamfélags og fyrirtækja. Við Íslendingar þekkjum kostina sem felast í slíku samstarfi. Mörg smærri samfélög byggja afkomu sína á uppbyggingu þekkingarfyrirtækja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og hafa þannig skapað sinn framtíðargrundvöll. Í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu nýtum við reynslu íslenskra fyrirtækja á þessum sviðum og höfum komið af stað samstarfsverkefnum aðildarríkja, viðskiptalífs og vísindasamfélags. Ný verkefni ráðsins á sviði bláa lífhagkerfisins og endurnýjanlegrar orku eru til dæmis undir forystu Íslands. Betri aðgangur að auðlindum norðurslóða og aukið ríkjasamstarf leiðir til nýrra viðskiptatækifæra á svæðinu. Sterkir innviðir, ekki síst á sviði samgangna, hafa líka lykilþýðingu en öflugt samband opinberra aðila og einkageirans er forsenda uppbyggingar þeirra. Þess vegna leggur Ísland í formennskutíð sinni áherslu á aukið samstarf ríkja og einkafyrirtækja á norðurslóðum. Til marks um þetta er fyrsti fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða sem hefst í Reykjavík í dag. Þar koma saman fulltrúar aðildarríkjanna átta, frumbyggjasamtaka og fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Markmiðið er skýrt: Að vinna sameiginlega að sjálfbærri efnahagsþróun á norðurslóðum, íbúum svæðisins til hagsbóta. Þannig stöndum við sterkari til að tryggja framtíð þessa mikilvæga heimshluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Vart líður sá dagur að við fáum ekki nýjar fréttir af þeim miklu umhverfisbreytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum vegna hlýnandi loftslags. Ljóst er að þær munu hafa víðtæk áhrif á samfélög á svæðinu og á möguleika þeirra til að vaxa og dafna. Samstarf ríkja á norðurslóðum beinir sjónum að mikilvægi þess að auka þekkingu á umhverfi og samfélögum svæðisins til þess að að auðvelda okkur að bregðast við þessum yfirstandandi og yfirvofandi breytingum. Sjálfbærni er rauður þráður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Við leggjum ríka áherslu á samspil samfélags, efnahags og umhverfis. Þekkingaruppbygging síðustu ára í þágu sjálfbærra samfélaga á harðbýlum svæðum varpar ljósi á mikilvægi samvinnu milli stjórnvalda, vísindasamfélags og fyrirtækja. Við Íslendingar þekkjum kostina sem felast í slíku samstarfi. Mörg smærri samfélög byggja afkomu sína á uppbyggingu þekkingarfyrirtækja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og hafa þannig skapað sinn framtíðargrundvöll. Í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu nýtum við reynslu íslenskra fyrirtækja á þessum sviðum og höfum komið af stað samstarfsverkefnum aðildarríkja, viðskiptalífs og vísindasamfélags. Ný verkefni ráðsins á sviði bláa lífhagkerfisins og endurnýjanlegrar orku eru til dæmis undir forystu Íslands. Betri aðgangur að auðlindum norðurslóða og aukið ríkjasamstarf leiðir til nýrra viðskiptatækifæra á svæðinu. Sterkir innviðir, ekki síst á sviði samgangna, hafa líka lykilþýðingu en öflugt samband opinberra aðila og einkageirans er forsenda uppbyggingar þeirra. Þess vegna leggur Ísland í formennskutíð sinni áherslu á aukið samstarf ríkja og einkafyrirtækja á norðurslóðum. Til marks um þetta er fyrsti fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða sem hefst í Reykjavík í dag. Þar koma saman fulltrúar aðildarríkjanna átta, frumbyggjasamtaka og fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Markmiðið er skýrt: Að vinna sameiginlega að sjálfbærri efnahagsþróun á norðurslóðum, íbúum svæðisins til hagsbóta. Þannig stöndum við sterkari til að tryggja framtíð þessa mikilvæga heimshluta.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar