Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. desember 2025 12:30 Það eru fá mál sem snerta samfélagið jafn djúpt og leikskólinn. Þar mætast réttindi barna, réttindi kvenna, lífsgæði fjölskyldna og kjör þeirra sem starfa á þessum mikilvæga vinnustað. Umræðan sem Signý Sigurðardóttir, Facebook vinur minn, hefur hleypt af stað í gær einmitt á sama miðli sýnir hversu flókin þessi mál eru. Hún sýnir líka að hér er togstreita milli tveggja mikilvægra sjónarmiða. Annars vegar um jafnrétti kvenna og aðgengi þeirra að vinnumarkaði. Hins vegar um starfsumhverfi leikskólanna og starfsfólks og geðheilsu barna sem eru þar oft vistuð mjög lengi á dag. Ég vil byrja á því að segja að ég skil þá sögulegu tilfinningu sem býr að baki rökum Signýjar og fleiri eins og Kvennalistans. Leikskóli var ekki sjálfsagður réttur fyrir allar konur. Það þurfti langvarandi baráttu til að tryggja að konur gætu unnið fulla vinnu og lifað sjálfstæðu lífi. Það má aldrei gleymast. En mér finnst að við eigum líka að horfast í augu við að samfélög þróast. Leikskólinn árið 2025 er ekki leikskólinn árið 1975. Fólk vinnur lengri daga, kerfið er undir miklu álagi og streita er orðin hluti af daglegu starfi margra leikskólastarfsmanna. Það er ekki mögulegt að tryggja hagsmuni barna ef starfsumhverfi þeirra sem sinna þeim er ekki í lagi. Þar eru Reykjavíkurborg og Sólveig Anna, formaður Eflingar að benda á og segja mikið, sem vert er að hlusta á. Það er líka staðreynd að börn á Íslandi eru óvenju lengi í leikskóla. Þótt gögn séu mismunandi eftir mælikvörðum sýna þau flest að dagleg viðvera er mjög löng í alþjóðlegum samanburði. Það er mikilvægt að ræða það án þess að draga jafnréttisbaráttu kvenna niður. Það er hægt að viðurkenna samhengi leikskólavistar og réttinda kvenna og um leið spyrja hvort hægt sé að hugsa þetta öðruvísi, þannig að val foreldra og velferð barna fari saman. Það var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá í vinnuferð í Prag, hvernig Tékkland nálgast þessi mál. Þar er verið að byggja upp kerfi þar sem móðir getur verið heima með börnunum fyrstu þrjú árin með fjárhagslegum stuðningi sem þeir reyndar kalla laun. Það er engin tilhneiging þar til að útiloka konur frá vinnumarkaði, heldur að skapa rými fyrir börn til að vera innan trausts umhverfis á fyrstu árum ævinnar. Þeir tengja þetta beint við geðheilsu barna og forvarnir til framtíðar. Að sjálfsögðu getum við ekki flutt tékkneska líkanið inn óbreytt. En við getum lært af því. Við getum spurt hvort hægt sé að hanna íslenskt kerfi sem sameinar bæði sjónarmið. Hvernig getum við tryggt að leikskólar séu áfram heilshugar fyrir réttindum kvenna og samt skapað fjölskyldum valkosti sem henta mismunandi aðstæðum? Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég styð ákvörðun Reykjavíkurborgar um að gefa foreldrum val um styttri viðveru og lægra gjald eða lengri dag og hærri greiðslu. Þetta er ekki árás á konur. Þetta er ekki afturhvarf. Þetta er tilraun til að stilla saman tvær mikilvægar stoðir samfélagsins. Ef við ætlum að styrkja leikskólakerfið þurfum við að tryggja að það sé bæði gott fyrir börnin og gott fyrir starfsfólkið. Það nær ekki fram að ganga ef kerfið heldur áfram að vera rekið með þrýstingnum sem nú er á því. Það náum við heldur ekki fram ef við útilokum frá umræðunni þær fjölskyldur sem þurfa sveigjanleika, þar á meðal tekjulágar og einstæðar mæður. Kerfi sem gerir ráð fyrir einni tegund fjölskyldu er aldrei jafnræðiskerfi. Við þurfum líka að átta okkur á því að jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur breyst. Hún er ekki lengur eingöngu barátta kvenna heldur barátta foreldra, barátta barna og barátta alls vinnumarkaðarins. Karlar eru í dag mun sýnilegri í leikskólastörfum en áður og taka mun virkari þátt í leikskólalífi barna sinna en nokkru sinni fyrr. Þetta er jákvæð og mikilvæg þróun sem styrkir bæði fjölskyldur og leikskólakerfið. Það er því ekki sanngjarnt að skilgreina leikskólann sem vettvang eingöngu kvenréttinda heldur sem sameiginlega grunnstoð fyrir alla foreldra, óháð kyni. Þó ég hafi ekki fyrir framan mig tölfræði eða formlegar rannsóknir sé ég samt með berum augum í leikskólum landsins að þátttaka feðra í leikskólalífi hefur stóraukist. Fyrir um þrjátíu árum sáum við feður lítið á leikskólum en nú eru þeir mjög áberandi bæði að koma með börn og sækja. Þetta hefur líka haft áhrif inn á vinnumarkaðinn þar sem sífellt meiri krafa er gerð um að vinnustaðir sýni foreldrum tillitssemi og auki sveigjanleika. Mín kenning er sú að við höfum að hluta gleymt í baráttunni í gamla daga að setja nægan þrýsting á þátttöku feðra og á vinnumarkaðinn sjálfan. Mikil breyting varð þó þegar opnunartími var víða styttur og foreldrar fóru í auknum mæli að skipta með sér að annað foreldrið kæmi með börnin og hitt sæki þau. Ég hef enga ástæðu til að efast baráttu Signýjar fyrir réttindum kvenna heldur er ég henni þakklátur fyrir að halda þessari umræðu lifandi sem ég er að læra af. En ég tel að við þurfum að endurskoða leikskólastefnu með opnum hug, án þess að kasta gömlu baráttunni á haugana og án þess að loka augunum fyrir nýjum áskorunum sem kerfið stendur frammi fyrir. Leikskólar eru hvorki hreinar umönnunarstofnanir né hreinar menntastofnanir. Þeir eru bæði. Og þeir eru grunnstoð í velferð okkar allra. Þess vegna þurfum við að verja þá með því að byggja upp kerfi þar sem starfsfólk er virt, börn fá næði, foreldrar hafa val og jafnrétti er ekki sett upp sem andstæða við geðheilsu barna. Það er ekki afturhvarf að ræða breytingar, það er afturhvarf að hætta að ræða þær. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Jafnréttismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það eru fá mál sem snerta samfélagið jafn djúpt og leikskólinn. Þar mætast réttindi barna, réttindi kvenna, lífsgæði fjölskyldna og kjör þeirra sem starfa á þessum mikilvæga vinnustað. Umræðan sem Signý Sigurðardóttir, Facebook vinur minn, hefur hleypt af stað í gær einmitt á sama miðli sýnir hversu flókin þessi mál eru. Hún sýnir líka að hér er togstreita milli tveggja mikilvægra sjónarmiða. Annars vegar um jafnrétti kvenna og aðgengi þeirra að vinnumarkaði. Hins vegar um starfsumhverfi leikskólanna og starfsfólks og geðheilsu barna sem eru þar oft vistuð mjög lengi á dag. Ég vil byrja á því að segja að ég skil þá sögulegu tilfinningu sem býr að baki rökum Signýjar og fleiri eins og Kvennalistans. Leikskóli var ekki sjálfsagður réttur fyrir allar konur. Það þurfti langvarandi baráttu til að tryggja að konur gætu unnið fulla vinnu og lifað sjálfstæðu lífi. Það má aldrei gleymast. En mér finnst að við eigum líka að horfast í augu við að samfélög þróast. Leikskólinn árið 2025 er ekki leikskólinn árið 1975. Fólk vinnur lengri daga, kerfið er undir miklu álagi og streita er orðin hluti af daglegu starfi margra leikskólastarfsmanna. Það er ekki mögulegt að tryggja hagsmuni barna ef starfsumhverfi þeirra sem sinna þeim er ekki í lagi. Þar eru Reykjavíkurborg og Sólveig Anna, formaður Eflingar að benda á og segja mikið, sem vert er að hlusta á. Það er líka staðreynd að börn á Íslandi eru óvenju lengi í leikskóla. Þótt gögn séu mismunandi eftir mælikvörðum sýna þau flest að dagleg viðvera er mjög löng í alþjóðlegum samanburði. Það er mikilvægt að ræða það án þess að draga jafnréttisbaráttu kvenna niður. Það er hægt að viðurkenna samhengi leikskólavistar og réttinda kvenna og um leið spyrja hvort hægt sé að hugsa þetta öðruvísi, þannig að val foreldra og velferð barna fari saman. Það var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá í vinnuferð í Prag, hvernig Tékkland nálgast þessi mál. Þar er verið að byggja upp kerfi þar sem móðir getur verið heima með börnunum fyrstu þrjú árin með fjárhagslegum stuðningi sem þeir reyndar kalla laun. Það er engin tilhneiging þar til að útiloka konur frá vinnumarkaði, heldur að skapa rými fyrir börn til að vera innan trausts umhverfis á fyrstu árum ævinnar. Þeir tengja þetta beint við geðheilsu barna og forvarnir til framtíðar. Að sjálfsögðu getum við ekki flutt tékkneska líkanið inn óbreytt. En við getum lært af því. Við getum spurt hvort hægt sé að hanna íslenskt kerfi sem sameinar bæði sjónarmið. Hvernig getum við tryggt að leikskólar séu áfram heilshugar fyrir réttindum kvenna og samt skapað fjölskyldum valkosti sem henta mismunandi aðstæðum? Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég styð ákvörðun Reykjavíkurborgar um að gefa foreldrum val um styttri viðveru og lægra gjald eða lengri dag og hærri greiðslu. Þetta er ekki árás á konur. Þetta er ekki afturhvarf. Þetta er tilraun til að stilla saman tvær mikilvægar stoðir samfélagsins. Ef við ætlum að styrkja leikskólakerfið þurfum við að tryggja að það sé bæði gott fyrir börnin og gott fyrir starfsfólkið. Það nær ekki fram að ganga ef kerfið heldur áfram að vera rekið með þrýstingnum sem nú er á því. Það náum við heldur ekki fram ef við útilokum frá umræðunni þær fjölskyldur sem þurfa sveigjanleika, þar á meðal tekjulágar og einstæðar mæður. Kerfi sem gerir ráð fyrir einni tegund fjölskyldu er aldrei jafnræðiskerfi. Við þurfum líka að átta okkur á því að jafnréttisbaráttan á Íslandi hefur breyst. Hún er ekki lengur eingöngu barátta kvenna heldur barátta foreldra, barátta barna og barátta alls vinnumarkaðarins. Karlar eru í dag mun sýnilegri í leikskólastörfum en áður og taka mun virkari þátt í leikskólalífi barna sinna en nokkru sinni fyrr. Þetta er jákvæð og mikilvæg þróun sem styrkir bæði fjölskyldur og leikskólakerfið. Það er því ekki sanngjarnt að skilgreina leikskólann sem vettvang eingöngu kvenréttinda heldur sem sameiginlega grunnstoð fyrir alla foreldra, óháð kyni. Þó ég hafi ekki fyrir framan mig tölfræði eða formlegar rannsóknir sé ég samt með berum augum í leikskólum landsins að þátttaka feðra í leikskólalífi hefur stóraukist. Fyrir um þrjátíu árum sáum við feður lítið á leikskólum en nú eru þeir mjög áberandi bæði að koma með börn og sækja. Þetta hefur líka haft áhrif inn á vinnumarkaðinn þar sem sífellt meiri krafa er gerð um að vinnustaðir sýni foreldrum tillitssemi og auki sveigjanleika. Mín kenning er sú að við höfum að hluta gleymt í baráttunni í gamla daga að setja nægan þrýsting á þátttöku feðra og á vinnumarkaðinn sjálfan. Mikil breyting varð þó þegar opnunartími var víða styttur og foreldrar fóru í auknum mæli að skipta með sér að annað foreldrið kæmi með börnin og hitt sæki þau. Ég hef enga ástæðu til að efast baráttu Signýjar fyrir réttindum kvenna heldur er ég henni þakklátur fyrir að halda þessari umræðu lifandi sem ég er að læra af. En ég tel að við þurfum að endurskoða leikskólastefnu með opnum hug, án þess að kasta gömlu baráttunni á haugana og án þess að loka augunum fyrir nýjum áskorunum sem kerfið stendur frammi fyrir. Leikskólar eru hvorki hreinar umönnunarstofnanir né hreinar menntastofnanir. Þeir eru bæði. Og þeir eru grunnstoð í velferð okkar allra. Þess vegna þurfum við að verja þá með því að byggja upp kerfi þar sem starfsfólk er virt, börn fá næði, foreldrar hafa val og jafnrétti er ekki sett upp sem andstæða við geðheilsu barna. Það er ekki afturhvarf að ræða breytingar, það er afturhvarf að hætta að ræða þær. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun