Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2019 18:30 Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira