Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 18:49 Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent