Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm.
Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins.
Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.
FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts
(by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS
— NFL (@NFL) October 7, 2019
Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.
FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE
— NFL (@NFL) October 7, 2019
FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl
— NFL (@NFL) October 6, 2019
Kansas City-Indianapolis 13-19
Carolina-Jacksonville 34-27
Cincinnati-Arizona 23-26
Houston-Atlanta 53-32
New Orleans-Tampa Bay 31-24
NY Giants-Minnesota 10-28
Oakland-Chicago 24-21
Philadelphia-NY Jets 31-6
Pittsburgh-Baltimore 23-26
Tennessee-Buffalo 7-14
Washington-New England 7-33
LA Chargers-Denver 13-20
Dallas-Green Bay 24-34
Í nótt:
San Francisco - Cleveland
Staðan í NFL-deildinni.