Alls voru átta innbrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Í Árbæ var tilkynnt um innbrot í fjóra bíla en ekki er vitað hverju var stolið að því er segir í dagbók lögreglu.
Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Árbæ þar sem hurð var brotin en ekki kemur fram hverju var stolið.
Á þriðja tímanum í nótt var svo tilkynnt um innbrot í húsnæði íþróttafélags í Breiðholti, á fimmta tímanum var brotist inn í fyrirtæki við Dalveg í Kópavogi og um hálftíma síðar var brotist inn í fyrirtæki við Smiðjuveg, einnig í Kópavogi.
Í dagbók lögreglu eru ekki skráðar frekar upplýsingar um innbrotin, til dæmis hverju var stolið.
Brotist inn í bíla og fyrirtæki
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
