Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 22:30 Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna. Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna.
Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira