Lygilegur aðdragandi handtöku ökuníðings í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 15:33 Lögreglumenn höfðu hendur í hári mannsins í Grafarvogi. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59