Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 22:53 Ummæli Jóns Garðars voru í tengslum við meðferð á umsókn um stækkun hús við Mosabarð í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira