Óþægilegar upplýsingar Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 3. október 2019 15:30 Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt dómsdagsspárnar. Heilsa vistkerfa sem við og aðrar dýrategundir reiðum okkur á hrörnar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Skordýr í útrýmingarhættu. Plöntur deyja út. Loftslagsbreytingar af mannavöldum. Svo þessi þunghögga tala beint í magann: 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Og ástæðan er einföld: Brölt homo sapiens. En hvernig getum við brugðist við svona upplýsingum á heilbrigðan hátt? Mannshugurinn hefur nefninlega tilhneigingu til að forðast það sem er óþægilegt. Hugurinn er einfaldlega víraður þannig. Hann vill vernda okkur. Að forðast óþægindi er líka sérstaklega auðvelt í núverandi umhverfi þar sem áreiti eru sífellt til taks til að ræna athygli okkar. Í mannkynssögunni hefur aldrei verið jafn auðvelt að loka sig af og sleppa því að finna til. Þessi blanda af huga sem vill vernda okkur og áreitum sem vilja ræna athygli okkar kemur í veg fyrir að óþægilegar upplýsingar fái að síast nógu djúpt inn. Þar af leiðandi fáum við ekki svigrúm til að breytast. Hjökkumst áfram í sama gamla farinu. Ég trúi því að til að raunveruleg breyting eigi sér stað þurfum við að breytast tilfinningalega. Hversu ljóðrænt er það að eiginleikinn til að finna til (sem við eigum sameiginlegt með öðrum lífverum) geti bjargað lífi á jörðinni. Hlutverk tilfinninga er einmitt til að vernda okkur. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ég legg til að við bregðumst við þessum óþægilegu upplýsingum, ekki með forðun, heldur meðvitað að gefa þessum staðreyndum athygli og tíma til að síast inn. Leyfa þessum upplýsingum að hvíla aðeins á vinnuborði hugans. Hvað þýðir það að dýrategundir deyja út? Hvað þýðir það að sum vistkerfi jarðarinnar eru að hruni komin? Hvað þýðir það að jöklar eru að hverfa, sjávarmál að hækka, þurrkar að verða verri, hamfaraveður tíðara, og fólk að missa heimili sín? Á hegðun mín einhvern hlut að máli? Það er allt í lagi að hafa ekki svar. Leyfum okkur frekar að finna fyrir því sem kemur upp. Kannski kemur sorg, óvissa eða sársauki. Getum við leyft okkur að finna fyrir því? Við getum líka viðurkennt að það er einfaldlega sársaukafullt að vera hluti af hnattrænni menningu þar sem þykir í lagi að fórna heilsu vistkerfa fyrir gróða og vöxt hagkerfa. 150-200 dýrategundir deyja út daglega. Ef við ætlum að leyfa sárinu að gróa þá er fyrsta skrefið að viðurkenna og finna fyrir sársaukanum. Þegar við missum ástvin þá eru tilfinningar eins og sorg og sársauki rétt og eðlileg viðbrögð. Ekki af því að þetta eru þægilegar tilfinningar heldur af því þetta eru tilfinningar sem endurspegla ást og tengsl sem við höfum misst. Í hnattrænni menningu hagvaxtar og einstaklingshyggju höfum við misst ákveðna ást og tengsl. Líf á jörðinni þjáist vegna þessa. En ef við gefum okkur tíma til að leyfa okkur að finna fyrir sorginni og sársaukanum á bakvið slitin tengsl þá minnir það okkur á að ást á jörðinni og sterk tengsl við hana eru til staðar djúpt innra með okkur. Og þegar við höfum endurheimt þessa ást, þá lýsir hún leiðina.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun