Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 18:45 Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent