Washington Post fjallar um atvikið sem átti sér stað á dögunum og náðist á myndband, sem hátt í tíu milljónir hafa horft á og sjá má hér að neðan.
Á myndbandinu má sjá hvernig matarvagn snýst stjórnlaus í hringi eftir að ökumaður hans missti stjórn á vagninum. Vagninn fór hring eftir hring á töluverðum hraða og sjá má á myndbandinu hvernig hann færðist alltaf nær og nær lítilli þotu.
Flugvallarstarfsmenn biðu átekta en virtust lítið geta gert til þess að ná stjórn á vagninum aftur og áttu sumir þeirra fótum sínum fjör að launa. Það var svo starfsmaður á öðru farartæki sem stöðvaði för vagnsins, með því að keyra á það og velta því.
Í tilkynningu frá American Airlines segir að verið sé að rannsaka atvikið en að fyrirtækið kunni að meta snör handtök starfsmannsins sem stöðvaði vagninn áður en meira tjón varð af.
Crazy event at ORD. Heads up safety move by a ramp worker! pic.twitter.com/SQi5zB0Ooz
— Kevin Klauer DO, EJD (@Emergidoc) September 30, 2019