Hnéskelin fór úr lið hjá besta leikmanni NFL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 10:00 Patrick Mahomes liggur þjáður á vellinum í nótt. AP/David Zalubowski Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019 NFL Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019
NFL Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira