Innlent

Formaður SA hrósaði ríkisstjórninni

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Eyjólfur Árni formaður ávarpaði gesti. Fréttablaðið/Anton Brink
Eyjólfur Árni formaður ávarpaði gesti. Fréttablaðið/Anton Brink
Ársfundur atvinnulífsins var haldinn í gær í Hörpu. Haldið var upp á 20 ára afmæli Samtaka atvinnulífsins og litið yfir farinn veg. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Í ávarpi sínu ítrekaði Eyjólfur Árni þá ábyrgð sem fólgin væri í gerð kjarasamninga og að niðurstöður þeirra réðu miklu um almenna efnahagsþróun í landinu. Eyjólfur sagði núverandi kjarasamninga hins opinbera prófstein á þróun kjaramála á Íslandi.

Eyþór vék einnig að stjórnmálunum og lýsti yfir ánægju með núverandi ríkisstjórn. „Pólitískur óstöðugleiki birtist hér á landi með þrennum alþingiskosningum á árunum 2013 til 2017. Slíkt veit ekki á gott og leiðir meðal annars til ófyrirsjáanleika um stefnumótun í efnahagsmálum,“ sagði Eyjólfur. „Ég tel að myndun núverandi ríkisstjórnar í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur árum hafi verið góð niðurstaða eftir þá orrahríð sem á undan fór.“ Sagði hann vel hafa tekist til og að stuðningurinn við Lífskjarasamningana skipti miklu máli, sérstaklega lækkun tryggingagjalds og lækkun tekjuskatts.

Eyjólfur vék einnig að auknu trausti á stofnunum samfélagsins og fyrirtækjum, loftslagsvánni og nýtingu auðlinda sem grunni að velferðarsamfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×