Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. október 2019 19:33 Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30