Var spurður hvort hann gæti borgað meira af skuldinni við bankann vegna ferðalaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 13:08 Atli Steinn fjallaði um bréf sem hann fékk frá innheimtufyrirtæki í Noregi sem er jafnframt verktaki hjá Arion banka í Bítinu á Bylgjunni í morgun. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað. Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira