Börnin geta líka bjargað mannslífum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira