Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2019 20:30 Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að fjárfesting í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem millilandaflugvelli muni margborga sig. Þetta sýni sala tveggja erlendra ferðaskrifstofna á ferðum til Akureyrar á árinu sem skilað hafa rúmlega milljarði inn í hagkerfið á svæðinu Markaðsstofa Norðurlands kallaði saman helstu hagsmunaaðila á ráðstefnu í Hofi á Akureyri í dag til að ræða framtíð flugs um Akureyrarflugvöll. Kallað var eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. Meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni var Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Í máli hans kom fram að hann teldi uppbyggingu Akureyrarflugvallar vera byggðamál og sem slíkt væri það á könnu ríkisins en ekki Isavia að ákveða hvort ráðast ætti í mikla fjárfestingu á flugvellinum.Rúmlega milljarður inn á svæðið í ár frá bresskum og hollenskum ferðamönnum Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Fréttir um aðstaða á vellinum sé ekki nógu góð eru orðnar margar og nú vilja ferðaþjónustuaðilar á svæðinu fara að sjá glitta í ákvörðun hvort af verði uppbyggingu eða ekki. „Við erum að kalla eftir því að stjórnvöld taki mjög skýra ákvörðun og fylgi henni síðan eftir með því fjármagni og þeim heimildum sem þarf til þess að árangurinn geti náðst,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Kynntar voru tölur sem sýna að ferðamenn á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel hafi skilað rétt rúmum milljarði inn í hagkerfi svæðisins á árinu, auk markaðssetningar fyrir hundruð milljóna. Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Fréttablaðið/Anton Brink/Völundur„Þannig að í minum huga þá mun öll fjárfesting sem hefur verið lögð í þetta verkefni skila sér margfalt til baka og hún mun gera það líka ef menn ákveða að byggja upp Akureyrarflugvöll almennilega sem millilandaflugvöll,“ segir Arnheiður. Þannig megi byggja upp aðra gátt inn í landið, sem nýtist ferðaþjónustunni á öllu landinu. „Ég hef áhyggjur af því hvað verður um landið okkar ef við tökum ekki ákvörðun um að byggja upp vegna þess að þetta er þjóðhagslegur ávinningur fyrir allt landið. Þetta er ekki bara byggðamál hérna fyrir norðan, þetta er ávinningur fyrir allt landið,“ segir Arnheiður Jóhannsdótir. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15 „Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. 31. mars 2019 21:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að fjárfesting í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli sem millilandaflugvelli muni margborga sig. Þetta sýni sala tveggja erlendra ferðaskrifstofna á ferðum til Akureyrar á árinu sem skilað hafa rúmlega milljarði inn í hagkerfið á svæðinu Markaðsstofa Norðurlands kallaði saman helstu hagsmunaaðila á ráðstefnu í Hofi á Akureyri í dag til að ræða framtíð flugs um Akureyrarflugvöll. Kallað var eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. Meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni var Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Í máli hans kom fram að hann teldi uppbyggingu Akureyrarflugvallar vera byggðamál og sem slíkt væri það á könnu ríkisins en ekki Isavia að ákveða hvort ráðast ætti í mikla fjárfestingu á flugvellinum.Rúmlega milljarður inn á svæðið í ár frá bresskum og hollenskum ferðamönnum Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Fréttir um aðstaða á vellinum sé ekki nógu góð eru orðnar margar og nú vilja ferðaþjónustuaðilar á svæðinu fara að sjá glitta í ákvörðun hvort af verði uppbyggingu eða ekki. „Við erum að kalla eftir því að stjórnvöld taki mjög skýra ákvörðun og fylgi henni síðan eftir með því fjármagni og þeim heimildum sem þarf til þess að árangurinn geti náðst,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Kynntar voru tölur sem sýna að ferðamenn á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel hafi skilað rétt rúmum milljarði inn í hagkerfi svæðisins á árinu, auk markaðssetningar fyrir hundruð milljóna. Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Fréttablaðið/Anton Brink/Völundur„Þannig að í minum huga þá mun öll fjárfesting sem hefur verið lögð í þetta verkefni skila sér margfalt til baka og hún mun gera það líka ef menn ákveða að byggja upp Akureyrarflugvöll almennilega sem millilandaflugvöll,“ segir Arnheiður. Þannig megi byggja upp aðra gátt inn í landið, sem nýtist ferðaþjónustunni á öllu landinu. „Ég hef áhyggjur af því hvað verður um landið okkar ef við tökum ekki ákvörðun um að byggja upp vegna þess að þetta er þjóðhagslegur ávinningur fyrir allt landið. Þetta er ekki bara byggðamál hérna fyrir norðan, þetta er ávinningur fyrir allt landið,“ segir Arnheiður Jóhannsdótir.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15 „Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. 31. mars 2019 21:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. 9. ágúst 2019 06:15
„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15
Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. 31. mars 2019 21:30