Gjörðir hafa afleiðingar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2019 07:00 Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun