Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 15:10 Inga Sæland lýsir þungum áhyggjum af fíkniefnavandanum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur. Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira