Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 12:17 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira