Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga stóðu tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell yfir á Húsavík um helgina. 200 manna tökulið setti bæinn á annan endann og var mikill spenningur á meðal bæjarbúa, enda ekki á hverjum degi sem Húsavík er sögusvið Hollywood-kvikmyndar.
Mikil leynd hvíldi yfir tökunum og var götum meðal annars lokað svo að tökulið gæti athafnað sig í friði. Brosnan hefur birt nokkrar myndir á Instagram á undanförnum dögum og virðist hann afar kátur með það að hafa verið við störf á Íslandi.
Í gærkvöldi birti hann stutt myndband tekið um borð í bát í höfninni á Húsavík, þar sem aðalbækistöðvar tökuliðsins voru staðsettar.
„Deginum lokið við tökur í fallegu Húsavík, Íslandi með Will Ferrell og Rachel McAdams. Stórkostlegt að fá að vera hluti af Eurovision-fjölskyldunni. Takk fyrir Húsavík fyrir hlýjar móttökur,“ skrifar Brosnan við myndbandið.
Brosnan ku leika fallegasta mann Íslands í myndinni en Ferrell og McAdams leika einnig Íslendinga í myndinni. Þá leikur fjöldi Íslendinga hlutverk í myndinni, bæði þekktir leikarar, sem og óþekktir.
Days end filming in beautiful Húsavík, Iceland with Will Ferrell and Rachael Mc Adams. It was great to be part of the Eurovision family. Thank you Húsavík for your warm welcome.View this post on Instagram
A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 13, 2019 at 3:30pm PDT