Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 15:45 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37