Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 15:45 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37