Fótbolti

Konur fengu loksins að mæta á fótboltaleik í Íran

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var gleði hjá konunum í stúkunni í gær.
Það var gleði hjá konunum í stúkunni í gær. vísir/getty
Gærdagurinn var ansi merkilegur í Íran því í fyrsta skipti í áratugi var konum hleypt inn á knattspyrnuleik í landinu.

Konum hefur ekki verið hleypt inn á knattspyrnuleik hjá körlum í 40 ár. Íranskar konur hafa barist fyrir því lengi að komast á völlinn og loks náðu þær sínu fram.

Kona kveikti í sér í Íran á dögunum er hún komst að því að til stæði að kæra hana fyrir að lauma sér á fótboltaleik. Refsingin átti að vera fangelsisdómur.

Það eru ekki allir að kaupa þennan gjörning samt hjá írönskum stjórnvöldum. Konur máttu aðeins kaupa 3.500 miða á leikinn en völlurinn tekur 78 þúsund manns. Konurnar voru hafðar á sérsvæði.

Amnesty International sagði að þessi uppákoma væri sýndarmennska og það kemur væntanlega í ljós á næstu misserum hvort það sé rétt.

Öryggisverðir voru aldrei fjarri.vísir/getty
Flott stemning og mikil gleði.vísir/getty
Þessar voru sáttar.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×