Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Um 250 manns munu koma til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar og munu tökur standa yfir alla helgina.
Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann
„Ég held að það verði til, upp úr þessu, fjöldinn allur af flottum kvikmyndastjörnum af svæðinu,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði Húsvíkinga ávallt hafa haft mikinn áhuga á Eurovision og margir séu forfallnir aðdáendur söngvakeppninnar.

Aðalsteinn sagði einnig að vel yrði tekið á móti öllum sem koma að framleiðslu myndarinnar. Hann hefði ekki rekist á einn einasta Húsvíking sem væri ekki jákvæður gagnvart verkefninu.
„Það ætlum við að gera. Við tökum öllum svona verkefnum fagnandi því að, ef við sleppum myndinni sjálfri, þá er gríðarlega mikið í kringum þetta. Það er allt gistipláss fullt og rúmlega það og út fyrir Húsavík líka. Þetta eru gjaldeyristekjur og þetta eru þekktir leikarar sem koma þarna.“
Aðalsteinn sagðist sérstaklega vonast til að mæta Pierce Brosnan, Bond sjálfum.