Hvert stefnir þú? Góðar leiðir til að finna út hvert skal stefna í leit að starfi Alfreð kynnir 11. október 2019 08:30 Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar. Alfreð Margir glíma við að svara spurningunni: „Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ Til eru ýmsar aðferðir til að komast að því og mikilvægt að muna að öll starfsreynsla og öll menntun sem við búum yfir nýtist okkur á einn eða annan hátt. Alfreð spjallaði við Eddu Björk Kristjánsdóttur, mannauðsstjóra Húsasmiðjunnar, sem sagði okkur frá góðum leiðum til að finna út hvert skal stefna í leit að starfi. „Ég hef starfað við mannauðsmál í rúm fjögur ár, lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun og markþjálfanámi frá Háskólanum í Reykjavík. Mannauðsmál eru einstaklega gefandi starfsvettvangur og um leið krefjandi. Starfið snýst að stórum hluta um samskipti því nánast allt sem mannauðsstjórar gera hafa eitthvað með fólk að gera á einn eða annan hátt. Verkefnin eru þó fjölbreytt og skemmtileg og enginn dagur er eins. Ég held að það sé óhætt að segja að það komi daglega upp óvænt verkefni eða úrlausnarefni sem þarf að takst á við á skilvirkan hátt. To-do listinn getur því verið ansi lengi að tæmast,“ segir Edda.Lærum eitthvað nýtt alla æviHún segir ýmsar leiðir færar þegar halda á í markvissa leit að því að finna hvaða starfsvettvangur hentar hverjum. Áhugasviðs- og styrkleikapróf eru oftar en ekki í boði í skólum en auk þess er bæði gagnlegt og mikilvægt að kynna sér vel hvaða úrval er af námi og störfum. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og framboð á ólíkum störfum samhliða því. „En svo er alltaf best að fylgja innsæinu og treysta því. Við þurfum einfaldlega að átta okkur á því hverjir styrkleikar okkar eru og hvar áhugasvið okkar liggur. Það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju okkar. Fyrir sumum liggur þetta alveg ljóst fyrir, jafnvel strax frá unga aldri, en aðrir eru lengi að átta sig á því hvert þeir vilja stefna,“ segir Edda. „Við erum sífellt að læra eitthvað nýtt og ættum að vera opin fyrir því alla ævi. Ég trúi því að allt sem við gerum verður að einskonar vörðum í lífinu okkar, sem leiða okkur í rétta átt á hverjum tíma,“ bætir hún við.Áhugi skiptir máliEdda segir marga velja sér nám eða starfsvettvang eftir praktískum þáttum, til dæmis hverjir atvinnumöguleikar þeirra séu á vinnumarkaði, eftir launavæntingum, eftir erfiðleikastigi, aðgengi eða jafnvel fjölskyldusögu. Það geti vissulega hentað einhverjum og leitt til þess að þeir eigi eftir að eiga farsælan feril. „Sumt fólk er í þeirri stöðu að það verður einfaldlega að velja starf sem er vel borgað vegna aðstæðna eða skuldbindinga. Aðra skortir ef til vill trú á sjálfum sér og þora því ekki að takast á við ákveðin störf eða nám. Annað stórt atriði er að ungt fólk finnur oft fyrir mikilli pressu frá fjölskyldu um að fara eða fara ekki ákveðna leið eins og til dæmis hefur oft tíðkast með iðnnám. Að hafa áhuga eða jafnvel ástríðu fyrir starfinu sínu, gefur okkur margfalt meira en þykkt launaumslag gerir. Og ef sú leið er fær, þá er hún án efa besta leiðin.Mikilvæg reynsla af mörgum sviðum Í hröðu samfélagi og á síbreytilegum vinnumarkaði kemur það þó fyrir að fólk upplifir sig staðnað í því starfi sem það hefur valið sér. Til að sporna gegn því, eða taka á því ef sú staða er komin upp, segir Edda mikilvægt að við bætum sífellt við þekkingu, færni og hæfni okkar í starfi. „Við þurfum að þróa okkur sem starfsmenn, sjá til þess að við séum með verkefni við hæfi í okkar störfum, að sýna frumkvæði í starfi, fylgjast vel með því sem er að gerast, taka þátt í félagslífi og síðast en ekki síst, taka ákvörðun um að rækta jákvæðnina. Stundum getur þó verið að möguleikar okkar séu ekki miklir til að þróast í starfi. Stundum er áhuginn einfaldlega horfinn, starfið breytt eða of einfalt. Þá getur lausnin hreinlega verið sú að breyta til og skipta um starf. Þá er gott að gera sér grein fyrir því hvað það er sem við erum að leita eftir. Hvar áhugasvið okkar liggur, hverju við brennum fyrir. En það er líka gott að átta sig á hvers vegna maður vill skipta um starfsvettvang. Finna út hvað við viljum og viljum ekki og fara í svolitla sjálfsskoðun. Það er oft mjög gagnlegt að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu frá ólíkum sviðum því það gagnast okkur í mörgum störfum. Svo ef niðurstaðan er sú að breyta til og leita annað er það bara hið besta mál og nokkuð sem eflir okkur á ýmsan hátt.“Þróun í núverandi starfiStarfið okkar er mikilvægur hluti af lífinu og á oft stóran þátt í því hvernig við skilgreinum okkur sjálf, stöðu okkar og líðan. Edda segir að engu að síður sé líklega aldrei of oft bent á mikilvægi þess að huga vel að þeim þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar eins og góður svefn, hollt matarræði, hreyfing við hæfi, að viðhalda félagslegum tengslum og vinna að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu. „Það er líka hægt að fara ýmsar leiðir til að þróast áfram í núverandi starfi. Það má til dæmis gera með því að axla meiri ábyrgð, færast til í starfi innan starfsstöðvar eða á milli starfsstöðva ásamt því að færast í hærri stöður. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hvert við viljum stefna og setjum okkur markmið um það hvernig við viljum komast þangað. Mikilvægt er að vinna þetta með yfirmanni okkar og eiga reglulegt samtal um færar leiðir. Svo er auðvitað mikilvægt að viðhalda og auka þekkingu sína. Þannig eykur maður virði sitt sem starfsmanns, það heldur okkur á tánum og eykur áhuga okkar. Verum því opin fyrir breytingum, nýjungum og möguleikum,“ segir Edda að lokum.Höfundur: Sólveig JónsdóttirFylgstu með á Alfreð blogginu Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Margir glíma við að svara spurningunni: „Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ Til eru ýmsar aðferðir til að komast að því og mikilvægt að muna að öll starfsreynsla og öll menntun sem við búum yfir nýtist okkur á einn eða annan hátt. Alfreð spjallaði við Eddu Björk Kristjánsdóttur, mannauðsstjóra Húsasmiðjunnar, sem sagði okkur frá góðum leiðum til að finna út hvert skal stefna í leit að starfi. „Ég hef starfað við mannauðsmál í rúm fjögur ár, lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun og markþjálfanámi frá Háskólanum í Reykjavík. Mannauðsmál eru einstaklega gefandi starfsvettvangur og um leið krefjandi. Starfið snýst að stórum hluta um samskipti því nánast allt sem mannauðsstjórar gera hafa eitthvað með fólk að gera á einn eða annan hátt. Verkefnin eru þó fjölbreytt og skemmtileg og enginn dagur er eins. Ég held að það sé óhætt að segja að það komi daglega upp óvænt verkefni eða úrlausnarefni sem þarf að takst á við á skilvirkan hátt. To-do listinn getur því verið ansi lengi að tæmast,“ segir Edda.Lærum eitthvað nýtt alla æviHún segir ýmsar leiðir færar þegar halda á í markvissa leit að því að finna hvaða starfsvettvangur hentar hverjum. Áhugasviðs- og styrkleikapróf eru oftar en ekki í boði í skólum en auk þess er bæði gagnlegt og mikilvægt að kynna sér vel hvaða úrval er af námi og störfum. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og framboð á ólíkum störfum samhliða því. „En svo er alltaf best að fylgja innsæinu og treysta því. Við þurfum einfaldlega að átta okkur á því hverjir styrkleikar okkar eru og hvar áhugasvið okkar liggur. Það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju okkar. Fyrir sumum liggur þetta alveg ljóst fyrir, jafnvel strax frá unga aldri, en aðrir eru lengi að átta sig á því hvert þeir vilja stefna,“ segir Edda. „Við erum sífellt að læra eitthvað nýtt og ættum að vera opin fyrir því alla ævi. Ég trúi því að allt sem við gerum verður að einskonar vörðum í lífinu okkar, sem leiða okkur í rétta átt á hverjum tíma,“ bætir hún við.Áhugi skiptir máliEdda segir marga velja sér nám eða starfsvettvang eftir praktískum þáttum, til dæmis hverjir atvinnumöguleikar þeirra séu á vinnumarkaði, eftir launavæntingum, eftir erfiðleikastigi, aðgengi eða jafnvel fjölskyldusögu. Það geti vissulega hentað einhverjum og leitt til þess að þeir eigi eftir að eiga farsælan feril. „Sumt fólk er í þeirri stöðu að það verður einfaldlega að velja starf sem er vel borgað vegna aðstæðna eða skuldbindinga. Aðra skortir ef til vill trú á sjálfum sér og þora því ekki að takast á við ákveðin störf eða nám. Annað stórt atriði er að ungt fólk finnur oft fyrir mikilli pressu frá fjölskyldu um að fara eða fara ekki ákveðna leið eins og til dæmis hefur oft tíðkast með iðnnám. Að hafa áhuga eða jafnvel ástríðu fyrir starfinu sínu, gefur okkur margfalt meira en þykkt launaumslag gerir. Og ef sú leið er fær, þá er hún án efa besta leiðin.Mikilvæg reynsla af mörgum sviðum Í hröðu samfélagi og á síbreytilegum vinnumarkaði kemur það þó fyrir að fólk upplifir sig staðnað í því starfi sem það hefur valið sér. Til að sporna gegn því, eða taka á því ef sú staða er komin upp, segir Edda mikilvægt að við bætum sífellt við þekkingu, færni og hæfni okkar í starfi. „Við þurfum að þróa okkur sem starfsmenn, sjá til þess að við séum með verkefni við hæfi í okkar störfum, að sýna frumkvæði í starfi, fylgjast vel með því sem er að gerast, taka þátt í félagslífi og síðast en ekki síst, taka ákvörðun um að rækta jákvæðnina. Stundum getur þó verið að möguleikar okkar séu ekki miklir til að þróast í starfi. Stundum er áhuginn einfaldlega horfinn, starfið breytt eða of einfalt. Þá getur lausnin hreinlega verið sú að breyta til og skipta um starf. Þá er gott að gera sér grein fyrir því hvað það er sem við erum að leita eftir. Hvar áhugasvið okkar liggur, hverju við brennum fyrir. En það er líka gott að átta sig á hvers vegna maður vill skipta um starfsvettvang. Finna út hvað við viljum og viljum ekki og fara í svolitla sjálfsskoðun. Það er oft mjög gagnlegt að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu frá ólíkum sviðum því það gagnast okkur í mörgum störfum. Svo ef niðurstaðan er sú að breyta til og leita annað er það bara hið besta mál og nokkuð sem eflir okkur á ýmsan hátt.“Þróun í núverandi starfiStarfið okkar er mikilvægur hluti af lífinu og á oft stóran þátt í því hvernig við skilgreinum okkur sjálf, stöðu okkar og líðan. Edda segir að engu að síður sé líklega aldrei of oft bent á mikilvægi þess að huga vel að þeim þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar eins og góður svefn, hollt matarræði, hreyfing við hæfi, að viðhalda félagslegum tengslum og vinna að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu. „Það er líka hægt að fara ýmsar leiðir til að þróast áfram í núverandi starfi. Það má til dæmis gera með því að axla meiri ábyrgð, færast til í starfi innan starfsstöðvar eða á milli starfsstöðva ásamt því að færast í hærri stöður. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hvert við viljum stefna og setjum okkur markmið um það hvernig við viljum komast þangað. Mikilvægt er að vinna þetta með yfirmanni okkar og eiga reglulegt samtal um færar leiðir. Svo er auðvitað mikilvægt að viðhalda og auka þekkingu sína. Þannig eykur maður virði sitt sem starfsmanns, það heldur okkur á tánum og eykur áhuga okkar. Verum því opin fyrir breytingum, nýjungum og möguleikum,“ segir Edda að lokum.Höfundur: Sólveig JónsdóttirFylgstu með á Alfreð blogginu
Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira