Husky-hundurinn í Vík greip gæsina af veiðimanni í þorpinu Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 11:40 Husky-hundurinn er alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa. En, hann er saklaus af því að hafa drepið gæsina þó hann hafi gert sér lítið fyrir og slitið hana dauða af snúrustaur og gert sér að góðu. „Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum. Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum.
Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32