Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:50 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð. Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00