Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. október 2019 06:15 Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Fréttablaðið/GVA Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira