Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2019 19:30 Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?