Samfélagsleg ábyrgð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 28. október 2019 16:15 Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Jafnréttismál Sanna Magdalena Mörtudóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar