Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 14:54 Karl segir afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Vísir/vilhelm Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57