Viðskipti innlent

Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall á miðvikudaginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Formaður Blaðamannafélgsins kynnti stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands á dögunum
Formaður Blaðamannafélgsins kynnti stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands á dögunum visir/vilhelm
Samþykkt hefur verið af stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvarnir í næsta mánuði. Félagsmenn greiða atkvæði á miðvikudaginn.

Á vef Blaðamannafélagsins segir að komið sé að ögurstundu, tíu mánuðir séu frá því að síðastgildandi kjarasamningi hafi lokið og sjö mánuðir séu síðan kjarasamningar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Hvorki hafi gengið né rekið í viðræðum við Samtökum atvinnulífsins.

Alls er lagt upp með að farið verði í vinnustöðvarnir á föstudögum í nóvemer. Tillögurnar gera ráð fyrir að fyrstu þrjá föstudagana í nóvember muni blaða- og fréttamenn á netmiðlum og ljósmyndarar og tökumenn sem eru meðlimir í Blaðamannafélagi leggja niður vinnu. Lengist vinnustöðvunin um fjórar klukkustundir í hvert skipti,



Atkvæðaseðillinn lítur svona út.
Fjórða og síðasta vinnustöðvunin beinist að prentmiðlum og er þá lagt upp með að blaðamenn sem sinna störfum við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins leggi niður störf, auk ljósmyndara og tökumanna.

„Fjórða verkfalliðtekur eingöngu til þeirra sem starfa á prentmiðlum og ljósmyndara og tökumanna, en netmiðlarnir verða í loftinu. Þannig undirstrikum við mikilvægi upplýsingakerfisins og nauðsyn þess að það sé ávallt starfandi og deilum byrðunum.“

Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×